End­ur­greiðsla á virðis­auka­skatti nái einning til bílaviðgerða

Ef breyt­ing­ar­til­lög­ur efna­hags- og viðskipta­nefnd­ar Alþing­is við stjórn­ar­f­um­varp um aðgerðapakka til að mæta efna­hags­leg­um áhrif­um í kjöl­far heims­far­ald­urs kór­ónu­veiru nær fram að ganga mun endurgreiðsla á virðis­auka­skatti ekki aðeins ná til fram­kvæmda við íbúðir og sum­ar­hús held­ur einnig til bílaviðgerða. Í umfjöllun í Morgunblaðinu um málið er haft eftir Óla Birni Kárasyni, formanni nefndarinnar, að þetta sé skref í rétta átt

 „Þetta er skref í rétta átt. Málið kem­ur aft­ur til kasta rík­is­stjórn­ar­inn­ar og Alþing­is inn­an ekki margra vikna. Við þurf­um að gera meira, það er al­veg klárt,“ seg­ir Óli Björn Kára­son, formaður nefnd­ar­inn­ar. Frum­varpið er um breyt­ing­ar á ýms­um lög­um til að milda áhrif höggs­ins á fyr­ir­tæki og heim­ili.

All­ir nefnd­ar­menn stjórn­ar og stjórn­ar­and­stöðu stóðu að mál­inu en stjórn­ar­and­stæðing­ar með efn­is­leg­um fyr­ir­vör­um. Nefnd­in gerði fjölda breyt­ing­ar­til­lagna enda hef­ur út­litið dökknað frá því frum­varpið var lagt fram.

Meðal til­lagna er að gef­inn er meiri sveigj­an­leiki í frest­un á gjald­dög­um staðgreiðslu og trygg­inga­gjalds að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.