Endurbættur NISSAN NAVARA nær þremur stjörnum

http://www.fib.is/myndir/Navara-Stjornur-l.jpg

Euro NCAP hefur lokið við endurtekið áreksturspróf á pallbílnum Nissan Navara eftir endurbót og uppfærslu á hugbúnaði þeim sem stjórnar loftpúðunum í bílnum. Eftir breytingarnar nær bíllinn nú þremur stjörnum fyrir vernd fullorðinna í árekstri. Fyrir breytingarnar hlaut bíllinn einungis eina stjörnu - gegnumstrikaða.

Eftir fyrra árekstursprófið sem var hið fyrsta á pallbílum, brást Nissan skjótt við og breytti umræddum hugbúnaði í framleiðslunni og innkallaði alla Nissan Navara pallbíla aftur til ársins 2005 til að gera á þeim sömu breytingar. Hér á Íslandi sendi Ingvar Helgason hf, umboðsfyrirtæki Nissan, öllum eigendum þessara umræddu bíla ábyrgðarbréf um málið ásamt því að tæknimenn fyrirtækisins lögðu upp í hringferð um landið til að breyta  bílunum, eigendum að kostnaðarlausu. The image “http://www.fib.is/myndir/Navarastj%F6rnur2.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

Nissan Navara hlaut sem fyrr segir, eina gegnumstrikaða stjörnu fyrir vern fullorðinna í nýlegu árekstursprófi EuroNCAP . Prófið var hið fyrsta á pallbílum sem stofnunin hefur framkvæmt. Bíllinn sem prófaður var, var af árgerð 2008. Meginástæða þess hve illa bíllinn kom út úr prófinu var sú hversu seint loftpúðarnir fyrir ökumann og framsætisfarþega sprungu út í framaná-árekstri. Af þessum sökum veittu púðarnir ekki þá vörn sem þeim er ætlað að gera og bíllinn hlaut einungis eina gegnumstrikaða stjörnu. Nissan brást mjög skjótt við þessu og hannaður var nýr stjórnunarhugbúnaður fyrir púðana sem blæs þá fyrr út en áður, svo þeir nú ná að þjóna tilgangi sínum vel og veita fólkinu í framsætunum góða vörn. Nýir Navara bílar eru nú allir með endurbætta hugbúnaðinum og endurnýjun hans í þeim bílum sem í umferð eru án hans, er í fullum gangi.
The image “http://www.fib.is/myndir/Navara-slysahaetta.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Nissan óskaði jafnframt eftir því að Euro NCAP endurtæki árekstursprófið til að ganga úr skugga um hvort breytingarnar hefðu haft áhrif og virkni búnaðarins orðið betri. Hið nýja áreksturspróf Euro NCAP staðfestir að Nissan hefur tekið á málinu, röng virkni loftpúðanna hefur verið lagfærð. Sú alvarlega hætta á lífshættulegum meiðslum sem í ljós kom í fyrra árekstursprófinu er ekki lengur til staðar. „Nissan hefur brugðist skjótt og af ábyrgð við þeim ágöllum sem við fundum,“ segir dr. Michiel van Ratingen, framkvæmdastjóri Euro NCAP. Hann segir ennfremur að Euro NCAP vænti þess að þessar nýju niðurstöður muni verða til að flýta endurbótum á þeim Nissan Navara bílum sem þegar eru í umferð þannig að einungis bílar með öruggari búnaðinum verði í umferð sem allra fyrst.

Nýja árekstursprófið sýndi auk ofannefnds fram á bætt öryggi barna í bílnum sem nú fékk fjórar stjörnur fyrir þann þátt. Viðbótarstjarnan er fyrir bættar notendaupplýsingar  sem Nissan hefur sent frá sér.

Isuzu er um þesar mundir að fara yfir þá öryggisþætti sem í ljós komu í áreksttrarprófun Euro NCAP á Isuzu D-Max/Rodeo.

Þær niðurstöður sem birtar eru í dag varða bíl í flokki pallbíla (Pickup category). Nánari upplýsingar um niðurstöður þessa endurtekna árekstrarprófs er að finna á vefsíðunni www.euroncap.com.