Enginn arður greiddur út hjá Volvo

Mikil umræða hefur verið í gangi hér á landi þegar stórfyrirtæki eru að greiða út arð á sama tíma og þau eru að þyggja fjárstuðning til handa starfsmönnum sínum í hlutastarfi vegna efnahagslegra afleiðinga COVID-19 faraldursins.

Eftir því sem fram kemur í sænskum fjölmiðlum hefur sænski bílaframleiðandinn Volvo ákveðið að ekki verði greiddur út arður á ársfundi fyrirtækisins í sumar. Einn stærsti eigandi Volvo, lífeyrissjóðurinn Alevta, lagðist alfarið gegn því að arður yrðu greiddur að þessu sinni. Ástæðan fyrir þessari ákvörðun er kórónuveirufaraldurinn sem hefur skapað öllum fyrirtækjum um allan heim mikinn vanda.

Dæmi eru um að fleiri fyrirtæki tengdum bílaiðnaðinum hafi farið sömu leið og Volvo og ákveðið að greiða ekki út arð sökum hins ótrygga ástands sem fyrirtæki um heim allan standi nú frammi fyrir.