Engin orkukreppa

http://www.fib.is/myndir/Jaccard.jpg
Dr. Mark Jaccard.

Fimmtudaginn 16. mars n.k., kl. 14:30, mun dr. Mark Jaccard halda fyrirlestur í  Orkugarði, Grensásvegi 9, sem hann byggir á nýútkominni bók sinni sem nefnist Sustainable Fossil Fuels: The Unusual Suspect in the Quest for Clean and Enduring Energy.

Mark Jaccard dregur í efa að siðmenning okkar muni líða undir lok finnist ekki leiðir til að lifa án kolefna. Hann telur að í fræðiritum sem hafa verið skrifuð (t.d. End of Oil, Carbon War, End of the Age of Oil, Twilight in the Desert og fleiri) komi fram röng skilaboð því mikið sé til af óhefðbundnum kolefnaauðlindum, svo sem olíusandi, kolum og gasi, sem framleiða megi úr eldsneyti. Hann telur ennfremur að þær auðlindir geti dugað mannkyninu í 800 ár miðað við núverandi notkun á kolefnum. Ekki má þó gera ráð fyrir stöðugu markaðsverði á auðlindunum.