Ný reglugerð um sektir við brotum á umferðarlögum

Ný reglugerð um sektir og önnur viðurlög vegna umferðarlagabrota tekur gildi 1. janúar 2020 til samræmis við ný umferðarlög nr. 77/2019 sem einnig taka gildi þann dag. Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins.Helstu breytingar vegna reglugerðarinnar eru eftirfarandi: 

 

 • Akstur gegn rauðu ljósi. Sekt hækkar úr 30.000 kr. í 50.000 kr.
 • Vegfarandi sinnir ekki skyldu við umferðaróhapp. Sekt verður 30.000 kr. Var 20.000-30.000 kr. eftir broti. 
 • Ölvunarakstur: 
 • - Vínandamagn í blóði 1,20-1,50‰ eða útöndunarlofti 0,60-0,75 mg/l.: Svipting ökuréttar í 1 ár og 6 mánuði  og 180.000 kr. sekt. Var 1 ár og 180.000 kr. sekt.
  - Vínandamagn í blóði 2,01-2,50‰ eða útöndunarlofti 1,01 -1,25 mg/l. Nýtt þrep í töflu. Svipting ökuréttar í 3 ár og 240.000 kr. sekt. Efsta þrep í töflu var 2,01‰ eða meira og svipting ökuréttar í 2 ár og 210.000 kr. sekt.
  - Vínandamagn í blóði 2,51‰ eða meira eða útöndunarlofti 1,26 mg/l eða meira. Nýtt efsta þrep í töflu. Svipting ökuréttar í 3 ár og 6 mánuði og 270.000 kr. sekt. 
 • Fíkniefninu metamfetamín er bætt við töflu fyrir viðurlög vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna.
 • Ein sektarfjárhæð fyrir hvert brot á aksturs- og hvíldartíma í stað þess að miða við prósentur. 
 • Vanræksla flytjanda á að tryggja varðveislu upplýsinga úr ökurita og af ökumannskorti hækkar úr 20.000-50.000 kr. í 80.000-300.000 kr.  
 • Þrepaskiptar sektarfjárhæðir fyrir brot á reglum um ásþunga/heildarþunga umfram leyfilega heildarþyngd í stað þess að miða við prósentur. 
  - ásþungi/heildarþungi allt að 375 kg umfram leyfilega þyngd verður 60.000 kr.,
  - ásþungi/heildarþungi allt að 750 kg umfram leyfilega þyngd verður 120.000 kr. 
  - ásþungi/heildarþungi allt að 1.500 kg umfram leyfilega þyngd verður 180.000 kr. 
  - ásþungi/heildarþungi meira en 1.500 kg allt að 5.000 kg umfram leyfilega þyngd verður 240.000 kr.
  10.000 kr. sektarfjárhæð fyrir hver 100 kg umfram 2.000 kg.
 • Brot á reglum um flutning á hættulegum farmi. Sektir verða frá 50.000-150.000 kr.

Frétt um drög að reglugerð um sektir og önnur viðurlög vegna umferðarlagabrota