Frumkvæði Euro NCAP skilar sér í bættu öryggi

Evrópska öryggisstofnunin Euro NCAP, sameign bifreiðaeigendafélaganna í Evrópu, sagði frá því í vikunni að árið 2019 hefði verið það umfangsmesta frá stofnun samtakanna. 55 bílar gengust undir prófanir hvað öryggið þeirra snertir frá 26 bílaframleiðendum.

Þetta þýðir að 92% seldra bíla voru með vottun frá samtökunum. Einungis 3% seldra bíla voru ekki með þessa vottun. 75% bílanna sem voru prófaðir fengu fimm stjörnu en til að fá þær þurftu bílarnir að vera búnir nýjustu árekstrarvörn sem viðurkend er af Euro NCAP. AEB bremsur, sem er sjálfvirk neyðarhemlun þegar bíllinn skynjar yfirvofandi hættu á árekstri, voru til staðar í 90% bílanna. 85% bílanna voru með ákveðna bremsuvörn til koma í veg fyrir að keyrt yrði á gangandi vegfaranda.

Euro NCAP fór fram á það árið 2018 að bílar þyrftu að búa yfir skynjara sem greindi hjólreiðareiðamenn. Það þótti því ánægjuleg niðurstaða að 80% bílanna voru komnir með þennan skynjara 2019. Bílar eru almennt í dag öruggari en nokkru sinni. Það fer fyrst og fremst að þakka frumkvæði Euro NCAP og er góður vilji hjá  bílaframleiðendum að gangast undir þær kröfur sem gerðar eru til þeirra.
 
Euro NCAP og evrópski bílamarkaðurinn eru í fararbroddi hvað alla öryggisþætti varðar. Evrópskir bílaframleiðendur setja öryggið ofar öllu og eru komnir framar í þeim efnum en bílaframleiðendur annars staðar í heiminum. Þess má geta að árið 2022 tekur í gildi endurskoðuð öryggisreglugerð evrópusambandsins þar sem bætt verður við fleiri ákveðnum þáttum sem lúta að öryggi bílsins.
 
Niðurstöður 2019 sýna svo ekki verður um vilst að þessir öryggisþættir sem eru nú þegar til staðar í bílum og er ekki síst til komnir vegna krafna frá Euro NCAP. Samötkin munu eftir sem áður hvetja bílaframeiðendur áfram og þeir bjóði alltaf upp hæsta mögulega öryggi. Euro NCAP leggur alltaf þunga áhersla á að bíleigendur geti treyst matinu sem frá þeim kemur.
 
Euro NCAP framkvæmir árekstrarprófanir á nýju ökutækjum og veitir neytendum raunhæft og óháð mat á öryggi vinsælla bíla sem eru á markaði á evrópska efnahagssvæðinu. Euro NCAP hóf starfsemi 1997 að frumkvæði FIA, alþjóðasamtaka bifreiðaeigenda. Miklum fjármunum hefur verið varið í þetta mikilvæga verkefni sem hefur það að markmiði að auka öryggi bifreiða í umferð, koma í veg fyrir slys og bjarga mannslífum.