FIA tekur í notkun vefsíðu sem auðveldar hreyfihömluðum ferðalagið

Alþjóða akst­ursíþrótta­sam­bands­ins, FIA, í samstarfi við alþjóða samgönguvettvanginn, ITF, hafa tekið í notkun nýja vefsíðu um bætt aðgengi fyrir hreyfihamlaða ökumenn.Yfir einn milljarður manna í heiminum býr við einhvers konar fötlun. Í mörgum löndum er fatlað fólk mikilvægur og vaxandi hluti samfélagsins.

Fyrir þann mikla fjölda sem þarf eða vill ferðast með bíl getur það verið erfitt og stundum ómögulegt að finna upplýsingar um það sem er í boði til að hjálpa þeim á mismunandi svæðum eða löndum. Tilgangur nýju vefsíðunnar er að gera ökuferðina auðveldari og gera hana léttari á allan hátt.

Hver sem er sem á við fötlun að stríða þarf að vera öruggur áður en hann leggur út í umferðina svo allar ferlar verði viðráðanlegir. Vefsíða FIA fyrir fatlaða ökumenn veitir aðgang að upplýsingum um aðstöðu og möguleika fyrir fatlað fólk sem ferðast með bíl í mismunandi löndum um allan heim. Það er byggt á gögnum sem safnað er frá aðildarklúbbum FIA og aðildarríkjum ITF um allan heim.

Vefsíðan er líka auðlind fyrir alla sem ferðast utan síns eigin lands og eru ekki vissir um reglur og aðstæður fyrir fatlaða ökumenn. Vefsíðan svarar spurningum eins og: „Má ég keyra hingað?“, „Hvar get ég lagt?“, „Má ég leigja bíl?“ Hreyfihamlaður bílavefur FIA, PurposeDriven, sýnir hvernig FIA og samfélag meðlima þess vinnur að því að bæta aðgengi þessa hóps í samfélaginu.

„Fyrir marga fatlaða er notkun eigin bíls grundvallaratriði í sjálfstæði þeirra. Við hjá FIA erum skuldbundin til að tryggja að fatlaðir ökumenn hafi þær upplýsingar sem þeir þurfa til að komast örugglega á ákvörðunarstað. Í samvinnu við ITF er FIA samfélagið að stíga skrefið lengra í þessa átt með opnun sérstakrar vefsíðu,“ sagði Jean Todt þegar vefsíðan var formlega tekin í notkun.

Young Tae Kim, framkvæmdastjóri ITF sagði vefsíðuna kærkomna og þroskandi skref til að draga úr mörgum óþarfa vandræðum sem fylgja sérstökum þörfum. Það mun hjálpa til við að styrkja fatlað fólk til að leiða líf sitt eins og það vill. Viðmiðið fyrir gott samgöngukerfi er hvort það veitir okkur öllum greiðan aðgang að hlutunum sem við þurfum í daglegu lífi.

Forseti framkvæmdastjórnarnar um fötlun og aðgengi, Nathalie McGloin, sagði Vefsvæði fyrir fatlaða ökumenn er svo dýrmæt auðlind. Við höfum verið í þörf fyrir þetta í langan tíma svo ég er mjög spenntur fyrir því að FIA og ITF hafi haft forystu um þetta mikilvæga efni. Ég hef mikinn áhuga á að horfa á vefsíðuna þróast með bættum upplýsingum með tíð og tíma. Ég hlakka til að nota þennan gagnagrunn næst þegar ég keyri til Parísar á fundi fatlaðra og aðgengisnefndar FIA.“