Stærsta vetrarpróf rafbíla 2022

Félag norskra bifreiðaeigenda, NAF, og FÍB, hafa birt niðurstöðu úr vetrarrafbílarannsókn sinni en um er að ræða eitt stærsta próf sem fram hefur farið á þessu sviði til þessa. Í prófuninni var raundrægi rafbíla í vetraraðstæðum skoðað og enn fremur hvernig bílarnir bregðast við þegar rafhlaðan er að tæmast.

Mældur var hleðsluhraði þegar bílarnir voru komnir niður í 10% hleðslu á rafhlöðum þar til 80% hleðslu var náð. Einnig var kannað hvaða breytt dekkjastærð og farangursbox hefur áhrif á drægi rafbíla. 31 rafbíl tók þátt í könnunni en ekið var í gegnum borgir, meðfram þjóðvegum og yfir há fjallaskörð. Bílarnir hófu prófanir með fullhlaðna rafhlöðu, án forhitunar. Tekið var fram að bílategundir geta haft mismunandi WLTP gildi, allt eftir búnaðarstigi og hjólastærð. Nema annað sé tekið fram var notað WLTP númerið sem innflytjandinn hafði gefið upp á viðkomandi bíl sem tók þátt í prófuninni.

Helstu niðurstöður prófanna var að Tesla Model 3 var með hæstu drægnina, alls 521 kílómetra sem eru frávik upp á -15,15% Enginn af þeim 31 rafbílum í vetrarprófuninni var nálægt WLPT tölunum.  Mercedes-Benz EQS lenti í öðru sæti með 513 km drægni, frávik -20,47%  og BMW iX xDrive50 náði 500 km sem eru frávik upp á -14,89%.

Veðurskilyrði tóku nokkrum breytingum á meðan á prófinu stóð en ekki var samt mjög kalt í veðri. Engu að síður voru allir bílarnir með yfir -10% frávik eða meira frá uppgefnu drægi. Athygli vakti að kínverski rafbíllinn BYD Tang kom mjög vel frá prófununum með aðeins -11% frávík frá uppgefnum drægi. Það var 400 km en bílinn fór alls 356 km.

Hin nýja Tesla Model Y komst vel frá sínu, fór 451 km og var með -11,05 prósenta frávik. Og það skal tekið fram að á lokakafli prófanna fór fram í meiri hækkun og lægri hita sem BYD Tang átti erfitt uppdráttar með.

Á meðfylgjandi mynd er yfirlit yfir bílana í prófinu, með uppgefnu WLTP drægni, stöðvunartölum og frávikum frá WLTP - auk sendinga á 50 km fresti, eyðslutölur eru kWh / 100 km.

Nánari upplýsingar um framkvæmd og niðurstöður má nálgast hér

Á næstu dögum munum við einnig birta ýtarlegri niðurstöður á heimasíðu FÍB

 Niðurstöður Rafbílapróf Vetur 2022