Nýr formaður hjá EuroRAP

FÍB er aðili að EuroRAP og hefur stundað gæðamat og vegrýni m.m. á íslenskum vegum
FÍB er aðili að EuroRAP og hefur stundað gæðamat og vegrýni m.m. á íslenskum vegum

Stjórn EuroRAP, samtaka um öruggari innviði og björgun mannslífa á evrópskum vegum, hefur valið Ferry Smith sem formann stjórnar samtakanna. Ferry hefur unnið að öryggismálum umferðarinnar í Evrópu um árabil. Hann starfar sem framkvæmdastjóri almannatengsla hjá Konunglega hollenska ferða- og bifreiðaeigendafélaginu (Koninklijke Nederlandse Toeristenbond) ANWB sem er systurfélag FÍB.

Fráfarandi formaður John Dawson mun áfram sitja í stjórn og miðla af sinni miklu reynslu og þekkingu en hann hefur verið formaður EuroRAP frá stofnun árið 2002. John er verkfræðingur og starfaði áður sem framkvæmdastjóri hjá bresku vegagerðinni m.a. yfir umdæmunum í London og Skotlandi. Siðar var hann framkvæmdastjóri stefnumörkunar- og alþjóðamála hjá AA, systurfélagi FÍB í Bretlandi. John hefur einnig gengt formennsku og verið stjórnarmaður hjá mörgum fyrirtækjum og samtökum. John Dawson kom til Íslands 2008 og flutti erindi um EuroRAP gæðamatið og núllsýn í umferðaröryggismálum á umferðaþingi og var í viðtali hjá RÚV og Stöð2.


Ferry Smith t.v og John Dawson

FÍB er aðili að EuroRAP og hefur stundað gæðamat og vegrýni m.m. á íslenskum vegum allt frá árinu 2005.

Sjá nánar um EuroRAP .