Landsþing FÍB 18. nóvember 2017

Félag íslenskra bifreiðaeigenda boðar til landsþings laugardaginn 18. nóvember kl. 9.30.  Þingið verður haldið í fundarsal við Skúlagötu 19, 101 Reykjavík, aðsetur félagsins er í sama húsi.  Landsþing hefur æðsta vald í málefnum FÍB.

Rétt til setu á landsþingi sem fulltrúi með atkvæðisrétt eiga allir fullgildir félagar í FÍB sem eru skuldlausir við félagssjóð og hafa verið félagsmenn í a.m.k. 6 mánuði fyrir boðað landsþing. Félagsmenn skulu tilkynna landsþingsþátttöku með a.m.k. 10 daga fyrirvara. Félagsmenn eru hvattir til að tilkynna landsþingsþátttöku sem fyrst eða í síðasta lagi 8. nóvember 2017 í síma 414 9999 eða með tölvupósti á netfangið fib@fib.is.

Á landsþingi verður farið yfir starf félagsins og reikninga félagssjóðs.  Á þinginu verður einnig fjallað um neytendamál og umferðaröryggi með sérstaka áherslu á öruggari vegi og umhverfi vega.

Áhugasamir geta nálgast lög félagsins hér: https://www.fib.is/is/um-fib/log-felagsins