Enginn vill selja bensín við nýja danska hraðbraut

The image “http://www.fib.is/myndir/Rastepladstoilet.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Verið er að leggja nýja hraðbraut á Sjálandi í Danmörku milli Holbæk og Sjálandsodda og samkvæmt áætlun á að opna vegarkaflann fyrir umferð eftir eitt ár.
Danska vegagerðin hefur fyrir nokkru boðið út rekstur tveggja hvíldarstaða sem verða við veginn, þar sem á að vera bensínafgreiðsla og önnur þjónusta við vegfarendur. Það sérkennilega er að ekkert einasta tilboð hefur borist í reksturinn.
Útboðsfrestur hefur því verið framlengdur og ef svo fer að það ber heldur ekki árangur þá mun vegagerðin engu að síður ganga frá afreinum og bílastæðum inni á svæðin, og koma upp salernum og sjá um rekstur þeirra og viðhald.