Enn eitt dísilvélasvindlið

Bandaríski bílaframleiðandinn Fiat Chrysler hefur verið ákærður af yfirvöldum þar í landi en fyrirtækið var staðið að dísilvélasvindli. Ekki eru nema rúmlega þrjú ár síðan að Volkswagen var staðið að dísilsvindli og urðu fjölmargir bíleigendur víða um allan heim fyrir barðinu á þessu stóra útblásturs hneyksli.

Í þessu svindli hafði verið komið fyrir hugbúnaði í tölvukerfi bílanna sem fegraði stórlega mengunarmæliniðurstöður bílanna.

Fiat Chrysler hefur verið gert að innkalla yfir eitt hundrað þúsund Jeep Grand Cherokee og um 1400 Ram bíla og koma þeim í eðlilegt form. Umræddir bílar voru framleiddir á árunum 2014-2016.

Nú þegar hefur Fiat Chrysler fallist á að greiða sekt en ljóst er að málinu er hvergi nærri lokið og mun eflaust taka langan tíma.