Enn hækkar eldsneytið

http://www.fib.is/myndir/Bensinbyssa2.jpg

Enn hækkaði eldsneytisverðið fyrir stundu þegar N1 hækkaði bensínverðið um 3,5 krónur lítrann af bensíni og 2,5 krónur dísilolíulítrann. Hækkunin brast á í þann mund sem vörubílstjórar voru að mótmæla hinu ofurháa eldsneytisverði og miklar tafir voru af þeim sökum á Kringlumýrarbraut.

Eftir hækkunina hjá N1 kostar bensínið í sjálfsafgreiðslu nú kr. 150,40 lítrinn. Dísilolían sem hækkaði „ekii nema“ um kr. 2,50 er níu krónum dýrari lítrinn og kostar í sjálfsafgreiðslu kr. 159,40

Stjórn FÍB situr nú á fundi og fyrir fundinum liggur tillaga um að skora á stjórnvöld að grípa inn í eldsneytisverðlagið. Segja mætti að fyrir stjórnvöld séu hæg heimatökin í þeim efnum, því að til viðbótar við háa álagningu olíufélaganna á eldsneytið er um helmingur útsöluverðs þess ríkisálögur.