Er þeim sjálfrátt?

Skilti fyrir þá sem brjóta gegn einstefnu?
Skilti fyrir þá sem brjóta gegn einstefnu?

Hluti Vesturgötu í 101 Reykjavík milli Stýrimannastígs og Bræðraborgarstígs er þessa dagana lokaður allri umferð vegna vinnu við uppgröft og lagnir undir götunni. Gatan er þannig í reynd lokuð bílaumferð milli Ægisgötu og Framnesvegar.

    Að sögn íbúa við Vesturgötu er merkingum um þetta nokkuð áfátt. Þeir ökumenn sem koma akandi frá Landakotskirkju niður Ægisgötu sjá ekkert merki um lokunina fyrr en þeir hyggjast beygja til vinstri inn Vesturgötuna, en þeir sem koma af Mýrargötu og upp Ægisgötu sjá þó merki um að hægri beygja inn Vesturgötuna til vesturs er bönnuð.

    Austurhluti Vesturgötu frá Ægisgötu niður að Garðastræti er einstefnugata til austurs það þýðir að akstur frá Garðastræti vestur að Ægisgötu er óheimill. Þrátt fyrir það hafa starfsmenn borgarinnar séð ærna ástæðu til að setja upp skilti fyrir þá sem í heimildarleysi aka móti þessari einstefnu, að þeir megi ekki halda áfram yfir Ægisgötuna og áfram til vesturs eftir Vesturgötunni….

    Íbúi við götuna sem sendi athugasemd við þessa undarlegu merkingu til Reykjavíkurborgar en fékk það svar að hann ætti að senda hana á annað tiltekið netfang hjá borginni. Íbúinn reyndi það en  netfangið reyndist vera óvirkt.