Erfiðleikar í bílasölu í Kína halda áfram

Bílasala í Kína minnkaði um 47% á ársgrundvelli fyrstu tvær vikur marsmánaðar. Þetta kemur fram í tölum frá kínversku bílasamtökunum sem birtar voru í Peking í dag.

Þessa niðursveiflu má að nokkru  rekja til kóronaveirunnar sem fór af stað í landinu skömmu fyrir áramót. Engu að síður hefur bílasala í Kína verið á niðurleið í hátt í tvö ár samhliða minnkandi hagvexti.

Kínversk stjórn hafa að vonum miklar áhyggjur af ástandinu og hvetja landsmenn að horfa með björtum augum til framtíðar.

Bílaverskmiðjur í Kína hafa verið lokaðar í nokkrar vikur vegna kóronaveirunnar en vonir standa til að þær opni smám saman þegar líður tekur á mánuðinn. Ljóst er samt að það mun taka kínverska bílaiðnaðinn langan tíma að rétta úr kútnum.

Kóronaveiran hefur meira og minna komið niður á viðskiptum og iðnaðarframleiðslu í Asíu á síðustu mánuði.