Ertu í lagi mannskratti!

The image “http://www.fib.is/myndir/SeatAltea.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Seat Altea.
Hinn heimskunni tennisleikari, John McEnroe var þekktur fyrir mikið skap sitt og fræg eru rifrildi hans við dómarana þegar þeir dæmdu boltann utan línu og hann gargaði þá gjarnan á dómarann – Ertu í lagi mannskratti!- (Man! You can´t be serious).
John McEnroe er ennþá að keppa þótt hann sé orðinn 46 ára gamall og greinilegt er að hann hefur húmor fyrir sjálfum sér því að hann hefur alveg nýlega leikið í auglýsingamynd fyrir hinn nýja spánska bíl, Seat Altea. Í auglýsingunni setur hann sig í gamla heppnishaminn og gargar á lögreglumann sem er að skrifa sektarmiða á Seat bíl sem hefur verið illa lagt. Og auðvitað segir hann við lögreglumanninn í myndinni –Ertu í lagi mannskratti! Hvað annað?
Auglýsingamyndin sem er örstutt var frumsýnd í Malmö á tónleikum bandarísku söngkonunnar raddmiklu og fögru, Anastaciu í gær, miðvikudag. Hægt er að sjá auglýsinguna hérna.
Á heimasíðu innflytjanda Seat í Svíþjóð segir John McEnroe að hann hann hafi ekki áður haft hugmynd um að yfirleitt væri til bíll sem héti Seat, enda er hann ekki til sölu í Bandaríkjunum. En honum hafi litist vel á bílinn þegar hann kynntist honum og þótt hugmyndin að auglýsingunni mjög góð og að hún félli vel að skapgerð sinni.
Í auglýsingunni hefur Seat Altea bíl verið lagt þannig að eitt hjólið stendur á línunni sem afmarkar bílastæðið þar sem bílnum hefur verið lagt og lögreglumaður er að skrifa sektarmiða. Meginþema auglýsingaherferðarinnar er „Yfir strikið.“ Það vísar til þess að Seat Altea er lítill fjölskyldubíll sem er óvenjulegur í útliti og með sportlegustu og bestu aksturseiginleikana í sínum flokki.
The image “http://www.fib.is/myndir/McEnroe.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
John McEnroe.