Erum að svara kallinu um orkuskipti í samgöngum

Nýjasta hlaða ON var opnuð var tekin í notkun á dögunum í Búðardal. Þrátt fyrir ausandi rigningu var Jón Markússon, rafvirki og rafbílaeigandi í Búðardal mættur til að vígja hlöðuna og ganga úr skugga um að allt virkaði eins og það á að gera.

ON hlaðan er við Kjörbúðina og blasir við þegar komið er inn í bæinn. Hlaðan er búin tveimur hraðhleðslutengjum auk Type-2 hleðslutengis og ætti því að svara öllum þörfum rafbíla sem eru í notkun á Íslandi.

Mikil umferð ferðalanga er í gegnum Búðardal og oftar en ekki er þar fyrsta stopp þeirra sem eru á leið á Vestfirði. Má því gera ráð fyrir að ON hlaðan verði mikið notuð, bæði af íbúum sem og þeim sem eiga leið hjá. Hlaðan í Búðardal er einnig mikilvægt skref í átt að því að tengja Vestfirði við hringveginn fyrir rafbílaeigendur, en hann er varðaður hlöðum ON. Auk tengingar við Vestfirði er horft til ferðamannastaða þegar kemur að uppbyggingu innviða á Vesturlandi fyrir rafbílaeigendur en í bígerð er að opna hlöður í Reykholti og í Húsafelli.

Mikil aukning hefur verið í sölu hér á landi og það er alveg ljóst að við erum að svara kallinu um orkuskipti í samgöngum. Drægni nýrra rafbíla fer ört vaxandi og því má búast við að fólk ferðist á rafbílum um landið í ríkari mæli“, segir Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri ON.