Tesla Cybertruck kominn á markað

Eftir fjögurra ára seinkun vegna ýmissa mistaka í framleiðslu er Tesla Cybertruck loksins kominn á markað. Forstjóri Tesla, Elon Musk, hélt ræðu af þessu tilefni í verksmiðju fyrirtækisins í Austin íTexas, þar sem hann lýsti m.a dráttargetu bílsins, skotheldum hurðum og mikilli hraðagetu. Nokkrir viðskiptavinir tóku við Cyber-trukkunum sínum á þessum tímamótum fyrirtækisins í Texas. Fram kom við afhendingu fyrstu bílana að ódýrasta afturhjóladrifna gerðin yrði ekki fáanleg fyrr en árið 2025.

Tesla Cybertruck er gríðarlega harðgerður trukkur og í raun tilbúinn að fara hvert sem er með rafrænni og aðlögunarhæfri loftpúðafjöðrun sem bíður upp á 305 mm fjöðrun og 432 mm veghæð. Ytra byrði er úr sérlega hörðu ryðfríu stáli sem minnkar beyglur, skemmdir og tæringu til langs tíma. Viðgerðir eru einfaldar og fljótlegar. Lengsta drægni Cybertruck er um 340 mílur (547 km) Þrjár útgáfur eru framleiddar af bílnum og kostar hann frá 90-130 þúsund dollara.

Sem dæmi um Armorgler bílsins þolir það högg hafnabolta á 112 km/klst. Glerið gerir það að verkum að bíllinn er gríðarlega hljóðlátur. Bíllinn getur dregið nánast flest með 4.990 kg dráttargetu. 

Þess má geta að kynningarmynd bílsins var að hluta til tekið hér á landi og þá m.a. á Langjökli.