Esso hækkar bílaeldsneytið

The image “http://www.fib.is/myndir/Bensinbyssa.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Olíufélagið Esso tilkynnti á heimasíðu sinni fyrir stundu einnar krónu hækkun á bensínverði og 50 aura hækkun á dísilolíu.
Ástæða hækkunar nú er sögð vera versnandi staða krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum.  Eftir breytinguna er algengasta verð á 95 oktana bensíni í sjálfsafgreiðslu á þjónustustöð á höfuðborgarsvæðinu kr. 106,90 og dísilolíu kr. 106,70.