Esso hverfur

 http://www.fib.is/myndir/Esso_Logo.jpg

Hið alþjóðlega vörumerki Esso er á útleið á Íslandi eftir rúmlega 60 ár. Vörumerkið hefur lengstum verið í vörslu Olíufélagsins hf. hér á landi og verið mjög áberandi á eldsneytisafgreiðslustöðvum og flutningabílum fyrirtækisins undanfarna áratugi.

Olíufélagið er nú í eigu eignarhaldsfélagsins BNT ásamt fjölda annarra fyrirtækja. Rekstur þessara fyrirtækja verður senn sameinaður undir nýju nafni og þar með hverfur Esso nafnið ásamt nöfnum hinna fyrirtækjanna. Nýtt nafn hefur ekki verið gefið upp af hálfu eigenda BNT en fréttastofa Sjónvarpsins greindi frá því um páskahelgina að nýja nafnið sé Naust.

Esso nafnið verður afmáð og nýja nafnið verður frá og með miðjum mánuðinum á öllum eldsneytis- og birgðastöðvum fyrirtækisins.