Evrópusambandið sektar Volkswagen og BMW

Þýsku bílaframleiðendurnir BMW og Volkswagen hefur verið gert að greiða um 875 milljónir evra fyrir samráð fyrirtækjanna um þróun á mengunarbúnaði í dísilbílum. Samkeppniseftirlit Evrópusambandsins komst að þessari niðurstöðu í gær. Þetta er í fyrsta skipti sem framkvæmdastjórn sambandsins beitir samkeppnislögum ESB á viðræður keppinauta um tæknilegt samráð.

Rannsókn Evrópska samkeppniseftirlitið leiddi í ljós að fram­leiðend­urn­ir tveir komu sér sam­an um að tak­marka virkni meng­un­ar­varn­ar­búnaðar­ins þannig að hreins­un á út­los­un færi ekki um­fram lág­marks viðmið. Fyrirtækin bæði er ósátt með niðurstöðuna og íhuga lagalegan rétt sinn.

Þetta er enn einn skellurinn sem Volkswagen framleiðandinn verður fyrir á skömmum tíma. Volkswagen beið alvarlegan álitshnekki í september 2015 eftir að upp komst að þessi annar tveggja stærstu bílaframleiðenda heims hafði komið fyrir hugbúnaði í tölvukerfi nokkurra sinna vinsælustu dísilknúnu bílgerða – búnaði sem fegraði stórlega mengunarmæliniðurstöður bílann

Komið var fyrir hugbúnaði eða forrití í tölvum bílanna sem skynjar það þegar byrjað er að mengunarmæla þá. Búnaðurinn gangsetur þá hreinsibúnaðinn í útblásturskerfi bílsins sem annars er lítt eða ekki virkur í venjulegri daglegri notkun hans.

Þetta þýddi að mengunarmælingin sýndi mjög fegraða mynd af losun NOx sambanda og sótagna sem eru krabbameinsvaldar. Þær mengunartölur sem svona fengust og voru skráðar í gerðarviðurkenningarskjöl bílanna eru því hrein og bein fölsun.