Evrópuþingið tekur upp nýja reglugerð sem lýtur að gerð ökutækja

Á dögunum tók Evrópuþingið upp nýja reglugerð sem lýtur að gerð ökutækja.  Laurianne Krid settur framkvæmdastjóri Alþjóðasamtaka bifreiðaeigenda, FIA,  sagði endurskoðun á svokallaðri gerðarviðurkenningu nauðsynlega til að vinna aftur traust neytenda .

„Með þessu er stigið skref í rétta átt með því að skilja að markaðseftirlit og reglugerð um gerðarviðurkenningu  og vinna að frekari sjálfstæðri prófun.Samtök okkar hafa verið að endurbæta núverandi próf í mörg ár og munu halda áfram að auka upplýsingaflæði til borgara“ sagði Laurianne. Þess má geta að Laurianne var stödd á Íslandi fyrir helgina og heimsótti m.a. skrifstofu FÍB.

Alþjóðasamtök bifreiðaeigenda fagna sérstaklega eftirfarandi ákvæðum:

Aðildarríki ESB munu verða ábyrg fyrir því að tryggja að kostnaður við markaðseftirlit sé tryggður, ýmist með gjaldtöku eða í gegnum fjárlög. Það yfirvald sem sér um markaðseftirlit verður aðskilið frá  gerðarviðurkenningarreglum til að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra. Starfsemin verður byggð á fyrsta flokks prófum, svo sem losun eiturefna við allan akstur, í því skyni að tryggja að ökutæki fari að settum reglum þegar kemur að losun eiturefna.

Niðurstöður markaðsgæslu verða svo gerðar aðgengilegar almenningi á skiljanlegu máli. Að auki verður þriðja aðila veittur aðgangur að frekari gögnum til að framkvæma sjálfstæð próf. Niðurstöður þriðja aðila verða svo aðgengilegar öllum Evrópuríkjum á netinu.

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mun hafa beint vald til að framkvæma markaðseftirlits á starfssemi og gera viðeigandi ráðstafanir þegar ekki er farið eftir reglum. Þetta er gert til að efla öryggi og tryggja um leið að ökutæki á markaðnum uppfylli öryggiskröfur og umhverfisstaðla.

Alþjóðasamtök bifreiðaeigenda  hvetur aðildarríkin til að endurheimta traust sitt á evrópskum bílamarkaði og vinna heiðarlega að sameiginlegu kerfi.