Færanleg skoðunarstöð fullbúin tækjum

 Á næstu dögum verður kynnt til leiks ný glæsileg færanleg skoðunarstöð. Aðalskoðun mun á fimmtudag í næstu viku taka í notkun slíkan búnað sem er fullbúin tækjum sem þarf til að skoða fólksbíla. Færanlega skoðunarstöðin er fest ofan á Mercedes-Benz flutningabíl.

Með nýju færanlegu skoðunarstöðinni verður hægt að þjónusta viðskiptavini enn betur og á stærra svæði en gert hefur verið fram að þessu. Fyrirtækjum verður boðið upp á þann möguleika að koma á staðinn og skoða bílaflotann, sem er einstaklega hentug þjónusta fyrir fyrirtæki sem hafa yfir stórum bílaflota að ráða Einnig þau fyrirtæki sem sjá hag sinn í að bjóða starfsmönnum upp á bifreiðaskoðun á vinnutíma.

,,Þetta sparar tíma fyrir starfsmenn og fyrirtæki og býður upp á mikla hagræðingu fyrir fyrirtæki,“ segir Ómar Pálmason, framkvæmdastjóri Aðalskoðunar.
 
Færanlega skoðunarstöðin verður tekin í notkun þann 17. maí með pompi og prakt í Hafnarfirðinum k. 16 og verður til sýnis í Reykjanesbæ þann 18. maí kl. 16.