Færri nota símann undir stýri

Ný rannsókn meðal framhaldsskólanema sýnir að 14% færri nemendur töluðu í síma án handfrjálsbúnaðar undir stýri árið 2018 en 2016. Í sömu rannsókn kemur fram að 6% færri framhaldsskólanemendur senda eða skrifa skilaboð undir stýri. Aftur á móti senda fleiri nemendur Snapchat skilaboð eða leita að upplýsingum á netinu en fyrir þremur árum.

Rann­sóknin var unnin af Rann­sóknum og grein­ingu við Há­skól­ann í Reykja­vík og náði hún til allra fram­halds­skóla­nema á land­inu. Sam­bæri­leg rann­sókn var unnin árið 2016 og sýnir sam­an­burður á niður­stöðunum að í heild­ina hefur sím­notkun fram­halds­skóla­nema undir stýri dreg­ist saman um 4%.

Sím­notkun fram­halds­skóla­nema undir stýri hefur minnkað um 4% frá 2016 sam­kvæmt niður­stöðum nýrrar rann­sóknar sem unnin var fyrir Sjóvá.

Árið 2016 svöruðu 83% nem­enda að þeir notuðu sím­ann stundum eða oftar undir stýri, árið 2018 lækkaði þessi tala niður í 79%. Þó að notk­unin sé ennþá mikil þá erum við í fyrsta skipti að sjá notk­un­ina drag­ast saman. Það voru til að mynda 14% fleiri nem­endur sem sögðust aldrei tala í sím­ann án hand­frjáls búnaðar nú en árið 2016. 6% fleiri segj­ast þá aldrei senda eða svara skilaboðum undir stýri en fyrir þremur árum.

 

Það varpar þó ákveðnum skugga á þessa já­kvæðu þróun að það mæl­ist aukn­ing á ákveðinni notkun síma undir stýri sem er mjög áhættu­söm. Tölu­vert fleiri nem­endur leita t.d. að upp­lýs­ingum á net­inu undir stýri en árið 2016 en þar munar 5% og aðeins fleiri senda Snapchat.