Félag bifreiðaeigenda í Finnlandi slítur samstarfi við olíufélag í meirihlutaeigu Rússa

Systurfélag FÍB í Finnlandi, Autoliitto, sem hefur verið með aflsláttarsamning við olíufélagið Teboil í Finnlandi, hefur ákveðið að slíta samstarfinu í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Þetta félag er í meira hluta eign rússneskra aðila.

Forstjóri Teboil og aðaleigandi er Vagit Alekperov. Hann var meðal viðskiptaleiðtoga sem Vladimír Pútín, forseti Rússlands, boðaði til fundar í Kreml á fimmtudag. Forstjóri finnsku deildar Teboil er annar rússneskur kaupsýslumaður, Alexey Moskalenko.

Fram að breytingunni fengu meðlimir Autoliito eldsneytisafslátt á um það bil 320 stöðvum Teboil í Finnlandi.

Þá hefur Alþjóða akst­ursíþrótta­sam­bands­ins ( FIA) ákveðið að aflýsa Formulu 1 keppninni sem átti að fara fram í rússnesku borginni Sochi þann 25. september nk. Á fundi forsvarsmanna keppninnar var samþykkt að við núverandi aðstæður væri með öllu óverjandi að halda rússneska kappaksturinn.