Fella niður gjalddaga í maí

Sjóvá hef­ur ákveðið að lækka iðgjöld af bif­reiðatrygg­ing­um ein­stak­linga með því að fella niður gjald­daga þeirra í maí. Ástæða niður­fell­ing­ar­inn­ar er að veru­lega hef­ur dregið úr um­ferð bif­reiða eft­ir að sam­komu­bann vegna COVID-19 tók gildi, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

Nú þegar hef­ur tjónstil­kynn­ing­um vegna öku­tækja til Sjóvár fækkað en í mars dróst t.d. um­ferð á höfuðborg­ar­svæðinu sam­an um 21% frá sama tíma­bili fyr­ir ári, sam­kvæmt töl­um Vega­gerðar­inn­ar.

Niður­fell­ing­in í maí nær til um 43 þúsund viðskipta­vina Sjóvár og tek­ur til bæði lög­boðinna öku­tækja­trygg­inga og kaskó.

Viðskipta­vin­ir sem fá þessa lækk­un hafa fengið tölvu­póst þess efn­is og mun fé­lagið jafn­framt koma frek­ari skila­boðum til þeirra. Þessi aðgerð krefst ekki sér­stakra viðbragða frá viðskipta­vin­um held­ur fá þeir lækk­un­ina sjálf­krafa.