Ferðamenn þurfa nú að taka öku­próf

Í gær var kynnt sam­starfs­verk­efni Hertz, Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjargar og Sjóvá um sér­hannað öku­próf fyrir ferðafólk. Verk­efnið gengur út á að allir sem leigja bíl hjá Hertz þurfa að horfa á mynd­band og taka í kjöl­farið ra­f­rænt próf og er bíla­leigu­bíll ekki af­hentur fyrr en leigutaki hefur staðist prófið.

 Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dóttir, ráðherra ferðamála, setti verk­efnið form­lega af stað í dag með því að þreyta prófið og stóðst það villu­laust. Lands­björg mun halda utan um verk­efnið og verður prófið aðgengi­legt á vef Sa­fetra­vel.

 Bíla­leigan Hertz hafa verið leiðandi í for­varn­ar­starfi og eru sí­fellt að leita nýrra leiða til að ná til ferðafólks og auka þannig ör­yggi í um­ferðinni. Í byrjun verður þetta fyr­ir­komu­lag í úti­búi bíla­leigu Hertz við Flug­vall­ar­veg en í kjöl­farið verður það út­fært á fleiri stöðum og von­andi tekið upp hjá fleiri bíla­leigum.