Festubanabirgðirnar þrotnar

Festubanabirgðirnar sem sem auglýstar voru ókeypis fyrir félagsmenn FÍB eru því miður þrotnar.

Hér á fréttavef FÍB sögðum við í síðustu viku frá því að gamall félagsmaður hefði gefið félaginu haganlega gerð kanadísk járn til að skjóta undir drifhjólin á bílnum til þess að losa hann úr festu í snjó og hálku. Ætlunin væri að fara að fordæmi gefandans og gefa félagsmönnum þessi járn, sem við leyfðum okkur að kalla festubana. Veruleg viðbrögð urðu strax við Veffréttinni en þegar svo Fréttablaðið sagði frá málinu í frétt á mánudaginn var, tóku enn fleiri við sér og ýmist komu eða hringdu úr öllum landshornum til að fá festubanann sendan heim.

Stöðugur straumur félagsmanna var á skrifstofu félagsins á mánudag og þriðjudag og á þriðjudagskvöldinu voru einungis sárafáir eftir. sem svo gengu út strax í morgun, miðvikudag, og nú er enginn einasti festubani eftir

Starfsfólk þakkar þessar góðu undirtektir og veit að festubaninn á eftir að duga eigendum sínum vel.