FIA leggur áherslu á umferðaröryggi

Formúla 1 hófst um helgina og fór fyrsta keppnin fram í Barcelona. Við það tækifæri gaf FIA, Alþjóðasamtök bifreiðaeigenda, frá sér stuttmynd þar sem samtökin leggja áherslu á umferðaröryggi.

Umferðarslysum fer fjölgandi en samkvæmt nýlegum tölum láta 1,4 milljónir manna lífið í umferðarslysum í heiminum á ári hverju. Umferðarslys eru algengustu dánarorsök fólks á aldrinum 5-29 ára.

Myndin leggur lykiláherslu á helstu öryggisatriði. Fáir þekkja eins vel hversu hættulegur akstur getur verið en Formúlu 1 ökumenn. Það þótt því vel við hæfi að þeir ýttu þessari mynd úr vör.

Í myndinni er lögð áhersla á þrjá þætti. Að ökumaðurinn haldi fullri athygli í akstri, noti ekki símmann í akstri og virði alltaf hraðatakmarkanir. Við útgáfu myndarinnar þakkaði forseti FIA, Jean Todt, ökumönnum Formúlu 1 fyrir samvinnuna.

,,Umferðarslys er eitt af okkar helstu áskorunum í dag. Þessi stuttmynd mun vekja almenning til umhugsunar um mikilvægi umferðaröryggis og stuðla að enn meiri vitundarvakningu. Líf ykkar er í ykkar höndum. Virðið reglunar,“ sagði Jean Todt.

Samhliða útgáfu myndarinnar mun FIA hrinda af stað herferð á samfélagsmiðlun og er almenningur hvattur til að dreifa skilaboðunum.

Stuttmyndina sem kynnt var um helgina má nálgast hér.