FIA tekur skref inn í græna framtíð

Alþjóða akst­ursíþrótta­sam­bands­ins ( FIA) kynnti í vikunni að það hyggðist fara að nota sjálfbært eldsneyti til notkunar í Formula 1. FIA heitir því ennfremur að kolefnisjafna allar keppnir á þeirra vegum frá 2021 og útrýma henni með öllu fyrir 2030. Þetta kom fram á aðalfundi FIA sem nú stendur yfir í Sviss.

Fyrsta tunnan af umræddu eldsneyti sem framleitt er úr lífrænum úrgangi undir ströngum kröfum Formula 1 voru afhentar nú í vikunni bílaframleiðendum liðanna í Formula 1.Nú taka við prófanir á eldsneytinu sem standa munu yfir á næstu mánuðunum.

Eins og kom fram í máli Jean Todt, forseta FIA, vilja samtökin með þessu frumkvæði sínu og stóra skrefi taka umhverfislega ábyrgð og leiða mótorsportið inn í græna framtíð. Hann sagði það ánægjulegt að sjá hvað aðildarfélög FIA um allan heim taka taka vel undir þessa breytta umhverfisstefnu.