Fiat að eignast VM Motori að fullu

Fiat vill nú eignast vélaverksmiðjuna VM Motori að fullu með því að kaupa út meðeigandann sem er General Motors. GM á 50 prósent hluta í verksmiðjunni á móti 50 prósentum Fiats.

VM Motori vélaverksmiðjan er í bænum Cento á N. Ítalíu. Hún hefur verið mjög framsækin í áranna rás og þar var m.a. samrásarinnsprautun eldsneytis fundin upp og þróuð fyrst, en sú uppfinning gerbreytti dísilvélum, fyrir fólksbíla. Þær urðu hljóðlátari, aflmeiri en jafnframt sparneytnari en áður hafði þekkst. Dísilvélar frá VM Motori hafa verið og eru í fjöldamörgum öðrum tegundum bíla eins og Land Rover og Range Rover, Chrysler, Ford, Jeep, Hyundai og Chevrolet.