Fiat bílar á Ítalíu með bensínafslætti

Reuters fréttasvofan greinir frá því að Fiat ætli sjá til þess að kaupendur nýrra Fiat bíla fái framvegis bensínlítrann á eina evru. Bensín á Ítalíu er með því dýrasta í Evrópu. Þar kostar bensínlítrinn að meðaltali 1,83 evrur. Þessi sérafsláttur til eigenda nýrra  Fiat-bíla verður veittur á sérvöldum bensínafgreiðslustöðvum um alla Ítalíu og sagður eiga að gilda í þrjú ár. Þetta nýja söluátak Fiat og skilmálar þess verður samkvæmt Reutersfréttinni kynnt nánar síðar í dag. 

Sala nýrra bíla á Ítalíu hefur verið að dragast mikið saman undanfarin fimm ár. Árið 2007 voru 2,49 milljón bílar nýskráðir í landinu. Áætlaður fjöldi nýskráninga á þessu ári er aðeins 1,46 milljónir en fyrstu þrjá mánuði ársins hefur sala nýrra bíla dregist saman um 20,9 prósent miðað við sama tímabil í fyrra. Fiat er með stærstu markaðhlutdeildina eða 31,4%.  Jafnframt er heimamarkaðurinn stærsta einstaka markaðssvæði Fiat.