Fiat Chrysler innkallar 1.1 milljón bíla

Fiat Chrysler innkallar bílana vegna galla í sjálfskiptingum þeirra sem veldur því að þeir geta verið kviklæstir í P-læsingunni eða “parkinu” og runnið af stað þótt ökumenn hafi talið sig hafa skilið við þá í “parkinu.” Hundruð óhappa vegna þessa hafa verið skráð, þar af 41 þar sem meiðsli hafa orðið á fólki að því sem segir í Reutersfrétt.

Innkallaðar verða 2012-2014 árgerðir Dodge Charger og Chrysler 300 fólksbíla og 2014-2015 árgerðir Jeep Grand Cherokee jeppa. Um 811 þúsund bílanna eru í Bandaríkjunum, 52 þúsund eru í Kanada, tæplega 17 þúsund í Mexíkó oghátt í 250 þúsund eru annarsstaðar, þar á meðal í Evrópu.