Fiat framleiddur í Indlandi

The image “http://www.fib.is/myndir/Fiat_Palio.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Fiat Palio.

Fiat hefur gert framleiðslusamning við indversku bílaverksmiðjuna Tata Motors, sem auk þess að framleiða fólksbíla er stærsta vörubílasmiðja Indlands, um að framleiða Fiat. Tata mun byggja Fiatbíla af gerðunum Palio og Seana og verða þeir seldir í Indlandi og víðar í Asíu í dreifi- og sölukerfi Tata. Fiat hefur áður reynt fyrir sér á Indlandsmarkaði upp á eigin spýtur en ekki haft árangur sem erfiði.
Í lok nýliðins árs gekk Fiat einnig frá samningum við rússneska bíla- og stálfyrirtækið Severstal-Avto. Samkvæmt honum mun Severstal-Avto byggja Fiat Palio og Albea í Rússlandi frá og með árinu 2007.