Fiat og Benz í samvinnu?

http://www.fib.is/myndir/Marchionne_135.jpg
Sergio Marchionne, forstjóri og bjargvættur Fiat.

Viðræður um náin tengsl og samvinnu og hugsanlega samruna milli Mercedes og Fiat eru nú í gangi. Þetta staðfestir forstjóri Fiat, Sergio Marchionne við Reuters fréttastofuna. Leitt er getum að því að samvinnunnar muni fyrst sjá stað í grunnplötu undir næstu kynslóð litla A-Benzans.

-Fiat á í viðræðum við Mercedes og fleiri, sagði Fiat-forstjórinn. Hann vildi ekki skýra nánar um hvað væri rætt en á næsta stjórnarfundi Fiat þann 24. október yrði aðallega rætt um samvinnu- og sameiningarmál og ný fjárhagsleg markmið. Markmið yfirstandandi árs var 2,7 milljarðar evra í hagnað. Ljóst er að það markmið er þegar í höfn og markið verður efalaust sett enn hærra fyrir næsta ár.

–Hlutirnir ganga ágætlega í augnablikinu – sagði Marchionne við Reuters og kvaðst aldrei hafa þurft að endurskoða fjárhagsáætlanir sína og skrúfa þær niður. –Ég ætla ekki að fara  á byrja á því nú, enda er það ljótur ávani, sagði glaðhlakkalegur Sergio Marchionni.