Fiat Sedici er bíll vetrarólympíuleikanna

The image “http://www.fib.is/myndir/Torino_2006_logo.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.The image “http://www.fib.is/myndir/FiatSedici.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Það mun ekki fara á milli mála hver er aðal styrktaraðili Vetrarólympíuleikanna sem haldnir verða í Torino á Ítalíu 10.-26. febrúar nk. Fiat lánar keppendum, starfsfólki leikanna og blaðamönnum samtals um þrjú þúsund bíla til afnota meðan á leikunum stendur. Af þeim verða 200 eintök af hinum nýja Fiat Sedici jepplingi sem við sögum frá hér á fréttavef FÍB þann 30. nóvember sl. Sedicibílarnir verða sérstaklega merktir með áletruninni Official Car of the XX Winter Olympics, eða opinber bíll 20. Vetrarólympíuleikanna.
Luca de Meo, einn forstjóra Fiat afhenti um helgina á táknrænan hátt lykla að bílunum þrjú þúsund. Við þeim tók Evelina Christillin varaformaður Alþjóða ólympíunefndarinnar á bílasýningunni í Bologna.
Þær gerðir sem Fiat lánar vegna Vetrarólympíuleikanna eru 200 Sedici bílar sem fyrr segir, Fiat Croma, Fiat Panda 4x4 og Fiat Idea. Alfa Romeo 159 og Crosswagon. Einnig verða Lancia Musa, Lancia Phedra og Lancia Thesis meðal bílanna þrjú þúsund.
Stór hópur sjálfboðaliða verður að störfum meðan á leikunum stendur og verða hundruð bílanna í höndum þeirra. Fiat heldur nú námskeið í akstri fyrir þá þar sem aðaláherslan er á öruggan akstur í vetraraðstæðum. Allir stærri bílarnir í flotanum – bílar eins og Fiat Croma, Alfa 159 og Lancia Thesis verða með GPS leiðsögubúnaði frá Magneti Marelli.