FÍB á bílasýningunni í París

 http://www.fib.is/myndir/Roewe.jpg
Þessi bíll hét eitt sinn Rover en er nú afturgenginn í Kína undir nafninu Roeve. 

FÍB blaðið heimsótti bílasýninguna í París í haust. Parísarsýningin er haldin annaðhvert ár í Parísarborg þegar ártal endar á jafnri tölu en í Frankfurt í Þýskalandi þegar árið endar á oddatölu.

Það er sama fyrirtækið sem sér um sýingarnar í Frankfurt og í París en eðli máls samkvæmt eru þýskir bílaframleiðendur talsvert áberandi í Frankfurt en franskir að sama skapi í París.

En evrópsku bílaframleiðendurnir hafa um nokkurra ára skeið verið að búast við innrás Kínverja á bílamarkaðinn. Ekki var þó hægt að segja að Kínverjar væru fyrirferðarmiklir á Parísarsýningunni að þessu sinni. Jeppinn Landwind sem fékk vægast sagt hræðilega útkomu úr árekstursprófi sem Þýska bifreiðaeigendafélagið ADAC  gekkst fyrir snemma á árinu var vissulega sýndur þarna á sýningunni en var á lítt áberandi stað. En einnig sýndi kínverskt ríkisfyrirtæki sem nefnist Kínamúrinn mikli eða The Great Wall ansi vel útlítandi jeppa og fólksbíl. Fulltrúi framleiðandans sagði FÍB blaðinu að jeppinn hefði ekki enn hlotið gerðarviðurkenningu í Evrópu en nokkrir hefðu veriðfluttir inn til Ítalíu og hefðu hver um sig fengið svokallaða eins bíls viðurkenningu þar, eða -single vehicle approval, eins og það nefnist. Þessir Kínversku jeppar eru með vélum og öðru gangverki sem byggt er á tækni frá Mitsubishi.

FÍB blaðið hefur á undanförnum árum heimsótt bílasýningar í Evrópu og á sérhverri þeirra hefur Lada hin rússneska ætíð verið til staðar, eða öllu heldur Evrópuinnflytjandinn sem er til heimilis í Þýskalandi. Ekki brást það heldur í París að Lada var til staðar og á heiðurspalli Lada-sýningarsvæðisins blasti við gamall kunningi – Lada 2101 fólksbíllinn sem fyrir margt löngu hét Fiat 124. Ekki var neitt nýtt að sjá við þennan gamla vinnuhest – innréttingin var sú sama og vél og gangverk eftir því sem séð varð, nokkurnveginn það sama og var fyrir 20-30 árum. Vélin virtist vera gamla 1,6 l vélin en í stað blöndungs var komin innsprautun frá Delphi.

Nokkuð er síðan GM eignaðist stóran hlut í Lada verksmiðjunum og boðaði nýjan jeppling sem hljóta skyldi nafnið Chevrolet Niva. Seinni hluti nafnsins er sá sami og jepplingurinn hét sem hér á landi var kallaðist Lada Sport. –Þessi nýi bíll var hvergi sjáanlegur en það var hins vegar gamli Sportarinn – en hét að þessu sinni Og viti menn, þarna stóð gamli Lada Sportarinn og hét nú Lada Niva New Look. Ekkert var hins vegar nýtt við  „lúkkið,“ þetta var gamli Lada Sport, nákvæmlega eins og hann hefur alltaf litið út, nema undir honum voru álfelgur í stað gömlu stálfelganna og búið að líma plastlista utan á hliðar hans.

En kannski var sérstæðasti sýningargripurin á þessari sýningu gamli Willys jeppinn – sú gerð hans sem hér kallaðist Ísraelsjeppinn. Þetta er nánast gamli herjeppinn úr síðara stríði með hækkaðri vélarhlíf til að mynda pláss fyrir Hurricane toppventlavélina sem leysti gömlu hliðarventlavélina af hólmi.
Þessi gamli jeppi er ennþá framleiddur í Indlandi og heitir Mahindra. Mahindra er fluttur vélar- og gírkassalaus inn til Þýskalandis frá Indlandi og innflutningsfyrirtækið setur þar í jeppann dísilvél og gírkassa frá Peugeot. Við þetta telst Mahindra verða þýsk framleiðsla og er gerðarviðurkennd sem slík.

Hér á eftir fara nokkrar myndir af Parísarsýningunni, m.a. af ofannefndum bílum. Góða skemmtun.

http://www.fib.is/myndir/Alfa_Paris.jpg The image “http://www.fib.is/myndir/Astra_Paris.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Alfa Romeo 159 og nýjasta kynslóð Opel Astra. 

http://www.fib.is/myndir/AstonMartin_6876.jpg http://www.fib.is/myndir/Audi_Paris.jpg
Aston Martin DB 9, breskasti sportbíllinn og nýjasta tryllitækið frá Audi - R8.

http://www.fib.is/myndir/Bentley_Paris.jpg http://www.fib.is/myndir/BMW-M6_Paris.jpg
Bentley Continental Flying Spur og BMW M6. 

http://www.fib.is/myndir/Bugatti_6892.jpg http://www.fib.is/myndir/cadillac_6923.jpg
Ný sportútgáfa áf Bugatti - einn sá dýrasti frá Volkswagen - og hinn sænski Cadillac BLS.

http://www.fib.is/myndir/Chevro_6940.jpg http://www.fib.is/myndir/Chevro_gella.jpg
Frumgerð Chevrolet WTCC 06 frá Kóreu. Bíllinn er ansi snotur og stúlkan ekki síður. 

http://www.fib.is/myndir/Crossfire_6848.jpg The image “http://www.fib.is/myndir/Daihatsu_6869.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Chrysler Crossfire og Daihatsu Quashquai. Daihatsu var nokkuð algengur bíll hér á landi áður fyrr en hefur ekki verið fluttur inn um árabil. Daihatsu eru nú alfarið í eigu Toyota og í París sýndu þeir nokkra athyglisverða bíla.

 http://www.fib.is/myndir/Daihatsu_6965.jpghttp://www.fib.is/myndir/Daihatsu_6966.jpg
Hér gefur að líta nýjan Daihatsu Materia.

 The image “http://www.fib.is/myndir/Daihatsu_6969.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.http://www.fib.is/myndir/DodgeViper_6851.jpg
Litli hvíti sportbíllinn er Daihatsu en sá Svarti er tryllitækið Dodge Viper.

 http://www.fib.is/myndir/Paris1.jpg http://www.fib.is/myndir/Fiatsport_6898.jpg
DaimlerChrysler lagði töluverða áherslu á Dodge merkið og hér er jeppi sem ætlað er að höfða til Evrópubúa. Við hliðina er frumgerð nýs sportbíls frá Fíat.

 http://www.fib.is/myndir/Fordhugm_6878.jpghttp://www.fib.is/myndir/Furdubill_6890.jpg
Ford sýndi þennan hugmyndabíl sem nefnist IasisX. Furðuverkið til hægri er hins vegar einhverskonar skólaverkefni - bíll knúinn sólarorku. Sólarsellur eru á þaki farartækisins.

 The image “http://www.fib.is/myndir/Furduverk_6999.jpg” cannot be displayed, because it contains errors. http://www.fib.is/myndir/gamlagryla_6982.jpg
Guli rafbíllinn tv. líkist einna helst einhverskonar teiknimyndasögubíl. Farartækið til hægri er hins vegar næst því að vera mótorhjól. Út úr hliðum þess koma stuðningshjól sem dragast inn að búk ökutækisins þegar það er búið að ná ferð og komið í jafnvægi.

 http://www.fib.is/myndir/Gamlimitsub_6985.jpghttp://www.fib.is/myndir/Jeep_6845.jpg
Mitsubishi sýndi nokkra af eldri bílum sínum og m.a. þennan tv. sem er fyrsti fjöldaframleiddi fjórhjóladrifsbíll fyrirtækisins. Til vinstri gefur að líta gamlan kunningja, Jeppan sjálfan.

 The image “http://www.fib.is/myndir/Kinabill_7000.jpg” cannot be displayed, because it contains errors. http://www.fib.is/myndir/Kinajeppi_7006.jpg
Kínverska ríkisverksmiðjan Kínamúrinn mikli (The Great Wall) sýndi þessa bíla. jeppinn er með vélbúnaði frá Mitsubishi.

 http://www.fib.is/myndir/LadaNiva_6998.jpgThe image “http://www.fib.is/myndir/LadaNiva_6997.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Lada Niva New Look nefnist þessi kunnuglegi jepplingur en hvað er svosem nýtt við útlitið?

 The image “http://www.fib.is/myndir/Lada_6995.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.http://www.fib.is/myndir/Lamborghini_6973.jpg
Rauði bíllinn er Lada, en sá grái er hins vegar Lamborghini.

 http://www.fib.is/myndir/Lexus_6956.jpghttp://www.fib.is/myndir/Logan_6910.jpg
Þessi Lexus er tvennubíll eins og Prius. Logan frá Renault í Rúmeníu er hins vegar aðeins með bensínvél.

 http://www.fib.is/myndir/Mahindra_7008.jpg http://www.fib.is/myndir/Mahindra_7011.jpg
Mahindra frá Indlandi hefur verið sjaldséður á Vesturlöndum. Mahindra jeppinn til hægri er gamli Ísraelsjeppinn lifandi kominn. Þessi bíll er með Peugeot dísilvél og gírkassa.

http://www.fib.is/myndir/OpelTigra_6853.jpg http://www.fib.is/myndir/Opel_6929.jpg
Opel hefur mjög verið að sækja í sig veðrið undanfarið og til vinstri er ný kynslóð sportbílsins Opel Tigra og til hægri er lítill tveggja til þriggja manna borgarbíll sem keppa mun við Smart Fortwo.

 http://www.fib.is/myndir/Peugeot-9_6858.jpghttp://www.fib.is/myndir/Peugeot107_6860.jpg
Peugeot sýndi þennan gullfallega nýja lúxusbíl, Peugeot 908. En þarna var líka einn sparneytnasti bíll dagsins í dag; Peugeot 107 dísil sem eyðir 2-4 lítrum á hundraðið.

 http://www.fib.is/myndir/Renault-blar_6864.jpg http://www.fib.is/myndir/Twingo_6865.jpg
Koleos nefnist þessi frumgerð jepplings frá Renault. Sá hvíti er frumgerð að nýjum Renault Twingo en hann vakti mikla athygli hjá Parísarbúum á sýningunni.

 http://www.fib.is/myndir/Smart_6913.jpg http://www.fib.is/myndir/Smart_6915.jpg
Smart hefur lengi verið einráður á markaði fyrir tveggja manna borgarbíla en ýmsir fleiri hugsa sér nú til hreyfings á þeim miðum.

 http://www.fib.is/myndir/Solarbill_6891.jpghttp://www.fib.is/myndir/Spanarlandrover_6994.jpg
Sólarbíll til vinstri, en til hægri er spánski jeppinn Anibal sem í raun er gamli Land Rover með heilar hásingar að framan og blaðfjaðrir í bak og fyrir.

The image “http://www.fib.is/myndir/Skoda_6963.jpg” cannot be displayed, because it contains errors. http://www.fib.is/myndir/VW_6961.jpg
Hugmyndabíll frá Skoda tv. og annar frá móðurfyrirtækinu VW. Ansi líkir, ekki satt?

http://www.fib.is/myndir/Toy-Auris_6978.jpg http://www.fib.is/myndir/Terios_6967.jpg
Toyota Auris tv. er hugmyndabíll sem líklegast verður arftaki Corolla. Blái jepplingurinn er Daihatsu Terios.

http://www.fib.is/myndir/VolvoC30_6872.jpg http://www.fib.is/myndir/VolvoC30_6873.jpg
Volvo C30, nýjasta útspil Volvo og fyrsti „litli“ bíllinn frá Volvo um langt skeið.

The image “http://www.fib.is/myndir/Yfirlits_6919.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.