FÍB Blaðið er komið út!

Fjölbreytt FÍB blað er komið út
Fjölbreytt FÍB blað er komið út

FÍB blaðið er fjölbreytt að vanda með vetrardekkjakönnunina 2016/2017 í fararbroddi þar sem fjallað um vetrardekk sem sérstaklega eru til þess gerð að mæta vetrarfæri á norðurslóðum sem geta verið snævi þaktir vegir og svellaðir, jafnvel vikum og mánuðum saman. 

Öll dekkin sem fjallað er um í könnuninni eru sérhæfð norðurslóðadekk nema eitt. Það er sérstaklega gert til að duga við mið-evrópskar vetraraðstæður þar sem sjaldan snjóar í byggð, hálka myndast sjaldan og stendur aldrei lengi við, heldur getur rignt oft og stundum mjög mikið og vegir verið rennvotir langtímum saman.
Þessi könnun leiðir skýrt í ljós mikinn mun milli norðurslóðadekkja og miðevr-ópudekksins umrædda og annarra slíkra. Miðevrópudekkið er mjög gott á auðum vegum og hefur fyrirtaks veggrip í bleytu. Það stendur norðurslóðadekkjunum hins vegar langt að bak í akstri í snjó og á ís.
Veðurfar og akstursaðstæður eru mjög mismunandi eftir því hvar á landinu er gripið niður. Bestu norðurslóðadekkin, gjarnan negld, geta verið lífsnauðsynleg þeim sem aka um fjallvegi eins og Holtavörðuheiði, Vatnsskarð og Öxnadalsheiði eða Bara Hellisheiðina eða Víkurskarð, en minni nauðsyn fyrir þá sem mest eru á ferðinni á suðvesturhorni landsins. Þetta er nefnt hér til að minna lesendur könnunarinnar á það að þeir eiga val um ýmsa kosti. Skynsamlegt er því að rýna vel í könnunina, ekki síst mælda frammistöðu þeirra í einstökum tilgreindum aðstæðum og láta síðan veðurfar og algengustu vetraraðstæður þar sem þeir eru sjálfir mest á ferðinni ráða vali sínu. Einkunnir vetrardekkjanna eru nefnilega alls ekki hinn eini algildi mælikvarði á gæði vetrarhjólbarðanna.

FÍB Blaðið er í dreifingu þessa dagana til félagsmanna að auki er blaðið aðgengilegt hér á heimasíðu FÍB fyrir félagsmenn.  

  

Efnisyfirlit

8 Tjón en ekkert tjónamat
10 Einskonar Ikea bíll
12 Vetrardekkjakönnun FÍB
20 Umfelgun verðkönnun
22 Barnabílstólakönnun
26 F-pallbíllinn vinsælastur
27 Áhugaverðir Lada bílar
28 Vélsmiðjan Þingeyri
30 Sumarferð um Vesstfirði
32 Ný sparneytin bensínvél
33 Auðvelt að stela bílunum
34 Sparaksturskeppni FÍB & AO
36 Bílar í dægurlagatextum
37 Vanrækt vegakerfi
38 Bíll ársins á Íslandi
40 Formúla 1 heimsótt á Monza
42 VW Tiguan reynsluekið
44 Nissan Navara reynsluekið
46 Renault Talisman reynsluekið
49 Volvo Amazon sextugur
50 Hjólbarðar á afslætti
51 FÍB verslun 
52 Show your card
54 Bifreiðaþjónusta