FÍB lagði áherslu á bætt viðhald vegakerfisins á fundi með ráðherra

Ástand á götum á höfuðborgarsvæðinu og víða um land hefur verið töluvert til umfjöllunar síðustu daga. Í leysingunum að undanförnu koma götur  illa undan vetri og á mörgum stöðum er ástandið mjög slæmt. Getur verið  að viðhald á götum hafi ekki verið sem skildi og að stjórnvöld séu að fá þetta núna í andlitið.

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir í samtali við Morgunblaðið, að félagið hafa fengið mikið af símtölum frá félagsmönnum sem lent hafa í holum og hafa eðlilega áhyggjur af ástandinu. Runólfur segir afar brýnt að veghaldarar, Vegagerðin og Reykjavíkurborg, gangi hratt til verka við að laga verstu holurnar og merki þær sérstaklega sem ekki er hægt að laga.

FÍB átti í gær fund með Sigurði Inga Jóhannssyni, samgönguráðherra, þar sem fulltrúar frá FÍB hefðu lagt áherslu á að bæta viðhald vegakerfisins. Núverandi ástand og skortur á viðhaldi  gæti haft áhrif á umferðaröryggi.

Runólfur sagði að ástand vegakerfisins væri þannig að fólk ætti oft í fullu fangi með að ráða við bifreiðar sínar. Hann sagði ennfremur að búið væri að skera að niður framlög til samgönguframkvæmda allt frá hruni og við hefðum ekki enn náð að vinna okkur upp úr því.