FÍB óskar eftir tilboðum frá olíufélögunum

Nýlega sendi Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB,  bréf út til allra íslensku olíufélaganna þar sem óskað var eftir tilboðum um sérkjör af eldsneyti og rekstararvörum bifreiða.

Þetta erindi er í samræmi við fyrri umleitanir FÍB um bætt kjör fyrir félagsmenn. Núgildandi samningur FÍB er við Atlantsolíu.

Stjórn FÍB mun á næstunni taka afstöðu til þeirra tilboða sem berast og gengið verður til samninga við það félag sem hagstæðust kjör býður. Niðurstöður verða kynntar á þessum vettvangi um leið og þær liggja fyrir.