FÍB sendir kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna hagsmunagæslu SFF

Samkeppniseftirlitinu hefur borist kvörtun frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, vegna hagsmunagæslu Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF) fyrir hönd vátryggingafélaganna. FÍB vakti athygli á því í grein á dögunum að tryggingafélögin, Sjóvá, VÍS, TM og Vörður, stæðu fyrir óeðilega háum á bílatryggingum.

Í umræddri grein benti FÍB kom meðal annars fram að á undanförnum 6 árum hefðu iðgjöld bílatrygginga hækkað um 44% meðan verðlagsvísitala hefði á sama tíma hækkað um 17% og slysum í umferðinni fækkað verulega.

Framkvæmdastjóri SFF hafi gripið til varna í svargrein sem birtist á heimasíðu samtakanna, þar sem bornar voru brigður á málflutning FÍB og iðgjaldahækkunin skýrð með tilliti til ýmissa þátta.

FÍB telur að með þessu sé verið að brjóta á neytendum og hagsmunum þeirra. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda vísar meðal annars í heimasíðu SFF þar sem segir:

„SFF er óheimilt að fara með opinbert fyrirsvar varðandi verðlagningu og þjónustu aðildarfélaga sinna og getur slíkt falið í sér sjálfstætt brot á samkeppnislögum. Tekur þetta m.a. til umræðu á opinberum vettvangi, um verð og verðbreytingar aðildarfélaga og um kröfur viðskiptavina þeirra um lægra verð eða bætt viðskiptakjör.“

FÍB telur að Katrín Júlíusdóttir, fyrir hönd Samtaka fjármálafyrirtækja, hafi brotið eigin reglur með inngripi sínu.