Fimm milljónir Peugeot 206

The image “http://www.fib.is/myndir/206ccb.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Peugeot 206 blæjubíll.
Í síðustu viku rann Peugeot 206 númer fimm milljón af færibandinu í verksmiðjunni í Mulhouse í Frakklandi. Peugeot 206 er nú næst söluhæsti Peugeot bíll sögunnar og dregur ört á þann söluhæsta sem var eldri bróðirinn Peugeot 205. Sá var framleiddur í 5.278.000 eintökum.
Peugeot 206 númer fimm milljón er opinn blæjubíll með 1,6 l dísilvél og fór hann í sölu til Þýskalands. Þjóðverjar hafa Peugeot 206 í hávegum og hafa lesendur Auto Motor & Sport útnefnt hann besta innflutta bílinn sex ár í röð. 206 selst til 145 landa og var best seldi bíllinn í Evrópu árin 2001-2003 og er í dag best seldi dísilsmábíll í Evrópu.
The image “http://www.fib.is/myndir/206_limousine.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Var mest seldi bíll í Evrópu 2001-2003. Í dag mest seldi dísilsmábíll í Evrópu.