Finnar prófa rafræn ökuskírteini

Finnar hafa alltaf verið framarlega á tæknisviðinu og þeir eru langt í frá að draga undan í þeim efnum. Ef allt gengur að óskum geta Finnar sem viljað fengið viðbótarökuskírteini sem app í farsímann sinn síðar á þessu ári . Ákveðinn hópur Finna hefur tekið þátt í þessari tilraun frá því í fyrrasumar með góðum árangri.

Gömlu hefðbundnu ökuskírteinin verða áfram í umferð og alls ekki stefnan að þau víki fyrir rafrænuskírteinunum á næstunni.  Finnsk yfirvöld benda á að skipta út hefðbundnu skírteinunum myndi krefjast lagabreytinga sem ekki stendur til að gera.

Nokkur lönd í Evrópu fylgjast af áhuga með hvernig gengur hjá Finnum með þessa nýju tækni. Svíar eru komnir langt í uppbyggingunni og eru vonir bundnar við að rafræn ökuskírteini standi Svíum til boða á næsta ári.