Fjögur þúsund Tesla Cy­bertruck-pall­bíl­ar innkallaðir

Bandaríski bílaframleiðandinn Tesla á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir. Um helgina tilkynnti fyrirtækið um uppsagnir á 14 þúsund starfsmönnum vegna erfiðleika í rekstri. Í gær þurfti svo Tesla að innkalla 4.000 Tesla Cybertruck pallbílana sem komu á markað í fyrrahaust.

Það var öryggisnefnd, sem annast eftirlit á hraðbrautum í Bandaríkjunum, sem tilkynnti um innköllunina. Ástæðuna má rekja til galla í inngjöfinni sem veldur því að bensíngjöf ökutækisins festist þegar hún er notuð. Innköllunin hefur áhrif á öll 2024 Cybertruck farartæki sem framleidd voru á tímabilinu 13. nóvember 2023 til 4. apríl 2024.

Tesla ekki kunnugt um neina árekstra, meiðsli eða dauðsföll sem tengjast þessu ástandi, segir í innköllunarskjalinu. Tesla mun skipta um gallaðar inn­gjaf­ir eig­end­um bíl­anna að kostnaðarlausu.