Fjölförnum gatnamótum lokað í kvöld og nótt

Í kvöld og nótt er stefnt að því að malbika gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir frá kl. 20 – 6 í fyrramálið.

Að auki verður lokað fyrir umferð frá nærliggjandi gatnamótum í átt að gatnamótunum á Miklubraut og Kringlumýrarbraut.

Merkingar og kynningar á hjáleiðum verða settar upp til að beina fólki framhjá gatnamótunum. Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin.