Fjölskyldudagur á vélasviði Heklu

http://www.fib.is/myndir/Scania.jpg
Árlegur fjölskyldudagur vélasviðs Heklu verður haldinn á laugardag, þann 16. maí frá kl.13.00-17.00 að Klettagörðum 8-10.

Að venju verður fjölbreytnin í fyrirrúmi. Boðið verður upp á Scania ökuleikni, flottasti vörubíllinn verður valinn, slökkvilið höfuðborgarsvæðisins mætir á svæðið, dótakassi verður til staðar fyrir börnin, einnig gröfur og lyftarar, auk þess sem boðið verður uppá kranaþraut.

Einn fullkomnasti smurbíll landsins verður kynntur og gæðaeftirlit á olíum. Kynning fer fram á Mickey Thompson jeppadekkjum og Dunlop mótorhjóladekkjum. Þá verður Volkswagen veltibíll á staðnum frá kl. 14:00. Heitt verður á könnunni og pylsur og gos í boði fyrir gesti og gangandi.