Fjórði milljónasti Saabinn

The image “http://www.fib.is/myndir/Saab4millj.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Saab bíll númer 4.000.000 rann af færibandinu í Trollhättan verksmiðjunni kl. 14.35 þann 23. júní sl. Tímamótabíllinn er langbakur af gerðinni 9-3 Combi. Eftir að búið var að setja bílinn saman fór hann í þvott, bón og loka-gæðaskoðun sem hann stóðst með sóma. Skoðuninni var lokið kl 19.00 sama dag.
Bíllinn mun ekki vera til sölu heldur verður hann einn safngripa í Saab safninu í Trollhättan. Þar verður hann í félagsskap með tímamótabílum eins og fyrsta færibandaframleidda Saab bílnum;  Saab 92 frá 1950, Saab-bíl nr. milljón, sem er Saab 99 Combi Coupé og Saab-bíl númer 3.000.000 sem er Saab 9-5 stallbakur.
The image “http://www.fib.is/myndir/Saab92_1950.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.
Fyrsti fjöldaframleiddi Saab bíllinn. Hann var með þriggja strokka tvígengisvél sem ættuð var frá DKW í Þýskalandi. Þessa vél hannaði danski verkfræðingurinn Skafte Rasmussen sem á millistríðsárunum var forstjóri og aðaleigandi DKW. Samskonar vél, smíðuð (í heimildarleysi) var í austurþýsku Wartburg bílunum sem algengir voru hér á landi upp úr 1980.