Fjórir af hverjum 10 nýskráðum bílum í Noregi í október voru rafbílar

BMW i3, rafbíll með bensínrafstöð.
BMW i3, rafbíll með bensínrafstöð.

Rúmlega fjórir af hverjum tíu Norðmönnum sem keyptu nýja bíla í október sl. fengu sér rafbíla. Undanfarna mánuði hefur þeim sem velja rafmagns- eða tvinnbíla hlutfallslega fjölgað en þeim að sama skapi fækkað sem velja dísilbíla. Fyrir áratug voru dísilbílar 75% nýskráðra bíla. Nú eru þeir 25%.  

Rafbílarnir eru greinilega að vinna á enda hefur drægi þeirra verið að aukast og á árinu framundan eru væntanlegir á markað bæði hreinir rafbílar sem og tengiltvinnbílar sem eru langdrægari á rafmagni en áður hefur þekkst. Meðal þessara nýju bila eru Opel Ampera-e með a.m.k. 400 km drægi, VW GolfRenault Zoe og Kia Soul verulega langdrægari en áður, og síðast en ekki síst kóreski rafbíllinn Hyundai Ioniq.

Auk framannefndra bíla verða í boði í Evrvópu allmargir nýir tengiltvinnbílar, bæði eru það bílar með sambyggða bruna- og rafhreyfla sem eftir atvikum og álagi knýja hjól bílsins saman eða sitt í hvoru lagi og rafbílar með bensín- eða dísilrafstöð sem bætir inn á rafgeymana þegar lækka tekur á þeim (Range extender). Dæmi um slíka bíla er BMW i3 sem fáanlegur er hér á landi. Víst má telja að þessir nýju bílar eigi eftir að höggva enn frekari skörð í nýskráningar dísilbíla í náinni framtíð.