Fjórir bílar frá Renault fengu aðalverðlaunin í sínum flokki

Ford Puma var kjörinn bíl ársins hjá breska bílavefmiðlinum What Car á dögunum. Í umsögnum dómara fékk bíllinn góða dóma fyrir aksturseiginleika, sparneytni og verðmiðinn þykir áhugaverður. Þetta var í sjötta sinn sem Ford fer heim af verðlauna­hátíð What Car? með aðalviður­kenn­ing­una, en síðast landaði banda­ríski bílsmiður­inn henni 2009.

Athygli vakti að fjórir bílar Renault Group hlutu aðalverðlaunin í sínum flokki. Hin nýja kynslóð Renault ZOE var kjörinn besti rafbíllinn á ári (Best Electric Car) auk þess sem hann hlaut 1. verðlaun í flokki rafbíla sem kosta minna en 30 þúsund sterlingspund.

Þá var Dacia Sandero kjörinn besti litli fólksbíllinn undir 12 þúsund pundum og er þetta 8. árið í röð sem Sandero hlýtur þessi verðlaun What car? Enn fremur hlaut Dacia Duster verðlaun annað árið í röð sem besti fjölskyldujepplingur ársins á innan við 18 þúsund pund auk þess sem sportbíllinn Alpine A110 horti titilinn Sportbíll ársins 2020. Verðlaunahátíð What car?, sem hóf göngu sína 1978, er ein sú virtasta breska markaðnum.

Rafbíllinn Renault ZOE hefur átt mikilli velgengni að fagna í Bretlandi allt frá því að bíllinn kom á markað árið 2010 og hefur ZOE hlotið verðlaun What car? á hverju ári síðastliðin sjö ár. Á verðlaunahátíðinni í London í vikunni sagði Steve Huntingford, ritstjóri What Car?, að ZOE, sem hlaut titilinn besti rafbíllinn 2019 í sínum verðflokki, að hinn nýi ZOE hefði tekið svo umtalsverðum og verðmætum framförum að hann væri tvímælalaust sá besti á breska markaðnum sem hægt væri að finna í þessum verðflokki.