Fjórir fimm stjörnu bíll og einn fjögurra

Euro-NCAP árekstrarprófaði fjóra bíla í nýliðnum októbermánuði. Þrír þeirra reyndust vera fimm stjörnu bílar, það er að segja eins og best getur orðið, en sá fjórði hlaut fjórar stjörnur.

Fimm stjörnu bílarnir eru Audi A4 sem er fólksbíll af millistærð. Þá jepplingurinn Honda HR-V og loks smábíllinn Honda Jazz. Honda Jazz er þar með annar bíllinn í smábílaflokki (supermini) sem nær fimm stjörnum eftir að nýjar prófunarreglur Euro NCAP tóku gildi. Samkvæmt þeim verður viss öryggisbúnaður til að forða yfirvofandi slysum að vera til staðar svo bílar geti yfirleitt hreppt fimmtu stjörnuna.

Sá sem fjórar stjörnur fékk er Volkswagen Caddy sendibíllinn í fólksbílsútgáfu með fimm manna innréttingu og með miklu farangursrými. Af bílum af þessu tagi er Caddy í nokkrum sérflokki bíla af þessu tagi fyrir það að vera fáanlegur með tölvusjón sem hemlar bílnum ef ökumaður tekur ekki eftir hindrun framundan.

Lesa má hér um niðurstöður árekstrarprófana Euro NCAP í smáatriðum. Þá má nálgast myndbönd af prófununum hér.

Helstu niðurstöður

http://fib.is/myndir/AudiA4-5.jpg

http://fib.is/myndir/HindaJazz-5.jpg

http://fib.is/myndir/Honda-hrv-5.jpg

http://fib.is/myndir/VW-Caddy-4.jpg

Nú standa yfir árekstursprófanir hjá Euro NCAP á öðrum fjórum bílum. Niðurstöður úr þeim eru væntanlegar 2. desember.